Innlent

Ferðamaður í einangrun eftir niðurstöðu seinni skimunar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ferðamaðurinn greindist með kórónuveiruna eftir að hafa farið í seinni skimun nokkrum dögum eftir komuna til landsins.
Ferðamaðurinn greindist með kórónuveiruna eftir að hafa farið í seinni skimun nokkrum dögum eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm

Alls eru fjórir í einangrun vegna Covid-19 í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar á meðal er ferðamaður sem greindist jákvæður í fyrradag eftir niðurstöðu úr seinni skimun fyrir kórónuveirunni.

Þetta kemur fram í uppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar þar sem fram kemur að 66 séu í sóttkví í umdæmi lögreglunnar, þar á meðal samferðamenn ferðamannsins sem greindist með veiruna í fyrradag.

Í færslunni segir einnig að lögreglan eyði talsverðum tíma að heimsækja verslanir og þjónustufyrirtæki til að fylgja því eftir að 100 manna hámarkið og tveggja metra reglan sé virt í umdæminu. Sum staðar þurfi að gera úrbætur en í flestum tilvikum sé viðkomandi ráðstafanir í góðu lagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×