Fótbolti

Náði því á myndband þegar rússnesk knattspyrnugoðsögn réðst á dómara í æfingarleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roman Shirokov hefði betur kælt sig niður áður en hann réðst á dómarann í einhverju furðulegu brjálæðiskasti.
Roman Shirokov hefði betur kælt sig niður áður en hann réðst á dómarann í einhverju furðulegu brjálæðiskasti. Getty/Stu Forster

Knattspyrnudómari endaði á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið einn á hann frá fyrrum fyrirliða rússneska landsliðsins.

Rússneska knattspyrnugoðsögnin Roman Shirokov verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í æfingarleik hjá áhugamannaliðum í Rússlandi.

Roman Shirokov vildi fá víti sem hann fékk ekki og þegar dómarinn spjaldið hann fyrir mótmæli þá gaf hann dómaranum einum á hann.

Dómarinn, sem heitir Nikita Danchenko, steinlá eftir höggið og var síðan fluttur á sjúkrahús. Hann mun væntanlega kæra Shirokov fyrir líkamsárás þótt að hann óttist það að Roman Shirokov hafi of sterk sambönd.

Roman Shirokov lék á sínum tíma 57 leiki fyrir rússneska landsliðið og var fyrirliði liðsins á EM í Frakklandi fyrir fjórum árum síðan.

Nú er kappinn orðinn 39 ára og hefur unnið sem knattspyrnuspekingur á Match TV sjónvarpsstöðinni.

Það var einmitt leikur á vegum Match TV sem kom Roman Shirokov í mikil vandræði. Það má búast við því að Roman Shirokov missi starfið sitt hjá Match TV.

Rússneski blaðamaðurinn Artur Petrosyan, sem hefur meðal annars unnið fyrir ESPN, Sky Sports, BBC og Guardian, birti myndband af árásinni á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×