Tilslakanir í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:33 Frá fundi dagsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Una Hildardóttir. vísir/egill Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira