Fótbolti

Skutu á United með mynd af Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho í stuði í Sviss.
Sancho í stuði í Sviss. vísir/getty

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og vikur en hann hefur verið orðaður burt frá Þýskalandi.

Manchester United er sagt á eftir enska landsliðsmanninum en þeir hafa ekki náð samningum við Dortmund og er talið er að fresturinn til að kaupa Sancho sé að renna út.

Íþróttastjóri Dortmund, Michael Zorc, greindi svo frá því í gær að Sancho muni spila með Dortmund á næstu leiktíð eftir að fresturinn til að kaupa hann rann út.

Sancho er nú staddur í æfingaferð með liðsfélögum sínum í Dortmund í Sviss þar sem þeir undirbúa sig fyrir tímabilið í Þýskalandi sem hefst eftir rúman mánuð.

Fjölmiðlateymi Dortmund ákvað því að nýta tækifærið og skjóta nokkrum skotum til Manchester-borgar með færslunni sem má sjá hér að neðan.

Samkvæmt heimildum The Guardian er þó ekki útilokað enn að Sancho færi sig um set en ummæli Zorc eiga bara að hafa styrkt stöðu Dortmund í samningaviðræðunum.

Sancho ólst upp hjá Watford áður en hann gekk í raðir þeirra bláklæddu í Manchester. Hann samdi svo við Dortmund árið 2017 en hann er tvítugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×