Fótbolti

Andri Rúnar leikur undir stjórn Ólafs

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason er orðinn leikmaður Esbjerg.
Andri Rúnar Bjarnason er orðinn leikmaður Esbjerg. mynd/esbjerg

Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason er orðinn leikmaður danska knattspyrnufélagsins Esbjerg. Hann skrifaði undir samning til tveggja ára við félagið.

Andri Rúnar mun því leika undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sem hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í síðasta mánuði.

Andri Rúnar er 29 ára gamall Bolvíkingur og kemur til Esbjerg eftir eins árs dvöl hjá Kaiserslautern í Þýskalandi, þar sem hann spilaði 10 leiki í 3. deildinni en skoraði ekki mark. Áður lék hann með Helsingborg í Svíþjóð, og varð markakóngur í næstefstu deild Svíþjóðar, eftir að hafa orðið markakóngur og jafnað markametið í Pepsi-deildinni með 19 mörkum fyrir Grindavík 2017.


Tengdar fréttir

„Gat ekki sagt nei endalaust“

Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×