Fótbolti

Tveir smitaðir hjá At­letico þegar fjórir dagar eru í Meistara­deildar­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diego Simeone er með tvo smitaða í sínum herbúðum.
Diego Simeone er með tvo smitaða í sínum herbúðum. vísir/getty

Atletico Madrid hefur tilkynnt að tveir hafi greinst með kórónuveiruna í prófunum sem voru framkvæmd á æfingasvæði félagsins.

Atletico Madrid á að spila gegn Leipzig í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Portúgal á fimmtudagskvöldið þar sem restin af leikjunum í Meistaradeildinni fara fram.

Allir leikmenn sem og starfsfólk félagsins gekkst undir kórónuveirupróf að beiðni UEFA í dag og úr þeim prófunum kom í ljós að tveir eru smitaðir.

Ekki hefur verið gefið út hvort að þetta séu leikmenn eða starfsmenn sem hafa greinst með veiruna en þeir hafa verið settir í einangrun.

Því verða leikmenn og starfsfólk Atletico aftur sent í kórónuveirupróf á næstu dögum, til að sjá hvort að fleiri hafi smitast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.