Fótbolti

Muller um hvort Lewandowski sé betri en Messi: „Við munum sjá það á föstu­daginn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robert Lewandowski fagnar í kvöld.
Robert Lewandowski fagnar í kvöld. vísir/getty

Thomas Muller, leikmaður Bayern Munchen, segir að samherji sinn, Robert Lewandowski, geti sýnt að hann sé betri en Lionel Messi þegar Bayern og Barcelona mætast á föstudagskvöldið.

Bæði lið tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en þau mætast í Portúgal á föstudaginn.

Lewandowski hefur verið magnaður á leiktíðinni og skoraði m.a. tvö mörk í sigrinum á Chelsea í gær. Eftir leikinn var Muller spurður hvort að sá pólski væri betri en Messi.

Klippa: Bayern Munchen - Chelsea 4-1

„Við munum sjá það á föstudaginn. Lewy verður að svara þessari spurningu,“ sagði Muller eftir sigurinn í gær.

„Messi spilaði einnig vel í dag [í gær] en það snýst um okkur og Lewy að svara þessari spurningu Lewy í hag á föstudaginn.“

Hansi Flick, stjóri Bayern Munchen, er eðlilega himinlifandi að hafa pólska framherjann í sínum röðum.

„Það myndi ekki vera leiðinlegt ef hann myndi halda þessu áfram. Hann sýndi aftur í dag hversu mikilvægur hann er fyrir okkur.“

„Hann skoraði ekki bara tvö mörk heldur lagði einnig upp tvö mörk. Við erum ánægðir að hafa hann í okkar liði.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.