Innlent

Þrjú ný smit greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
C0219B62DAF202AD673F5D60D6F1DE47E0386B938FC41E9E29F639A8C4F939BE_713x0
Vísir/Vilhelm

Þrjú ný smit greindust innan­lands. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótenamælingar er beðið. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.

Alls eru nú 114 manns í einangrun og 962 manns í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar og liggur á gjörgæslu.

Tekin voru 2.203 sýni á landsmærum í gær og 394 á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Smitin þrjú greindust öll hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 666, í sóttkví. Þar á eftir kemur Suðurland, þar sem hundrað eru í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er líkt og í gær 27,0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.