Innlent

Þrjú ný smit greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
C0219B62DAF202AD673F5D60D6F1DE47E0386B938FC41E9E29F639A8C4F939BE_713x0
Vísir/Vilhelm

Þrjú ný smit greindust innan­lands. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótenamælingar er beðið. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.

Alls eru nú 114 manns í einangrun og 962 manns í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar og liggur á gjörgæslu.

Tekin voru 2.203 sýni á landsmærum í gær og 394 á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Smitin þrjú greindust öll hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 666, í sóttkví. Þar á eftir kemur Suðurland, þar sem hundrað eru í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er líkt og í gær 27,0.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×