Fótbolti

Pochettino líklegur til að taka við Juventus

Ísak Hallmundarson skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino getty/Dan Mullan

Maurizio Sarri mun að öllum líkindum ekki halda áfram að stýra liði Juventus á næstu leiktíð. Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er talinn líklegur arftaki.

Sarri vann ítalska deildarmeistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem stjóri Juventus, en það þykir ekkert sérstakt afrek þar á bæ þar sem liðið hefur unnið titilinn níu sinnum í röð. Krafan hjá stjórn Juventus er að vinna Meistaradeildina, en því hefur liðinu ekki tekist síðan árið 1996.

Sportitalia greinir frá því að Juventus hafi þegar haft samband við Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham sem kom þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra, en hann er sagður efstur á óskalista Juventus.

Pochettino hefur áður sagt að það sé draumur hjá honum að þjálfa Juventus einn daginn en hann hefur verið atvinnulaus síðan í nóvember á síðasta ári. Juventus er einnig sagt hafa áhuga á Zinedine Zidane, þjálfara Real Madrid, en hann er ólíklegur til að yfirgefa spænsku meistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×