Hættir eftir birtingu myndar af sér með buxnaklaufina rennda niður Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 09:22 Jerry Falwell yngri tók við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Getty Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira