Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 19:38 Meint verðlaunafé sem Rússar eiga að hafa heitið talibönum fyrir að drepa bandaríska hermenn kom til tals í símtali Mike Pompeo (t.h.) og Sergei Lavrov (t.v.) í júlí. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta. Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta.
Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26
Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47