Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 11:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira