Enski boltinn

David Silva líklega til Lazio

Ísak Hallmundarson skrifar
Silva er í leit að nýjum áfangastað eftir tíu ár með Manchester City.
Silva er í leit að nýjum áfangastað eftir tíu ár með Manchester City. getty/Laurence Griffiths

David Silva, spænski miðjumaðurinn sem hefur leikið lykilhlutverk hjá Manchester City undanfarin 10 ár, er líklegur til að ganga til liðs við Lazio í sumar.

Faðir Silva segir soninn hafa áhuga á þeirri áskorun að spila á Ítalíu á næstu leiktíð. Silva er laus undan samningi eftir tímabilið hjá Manchester City, eða þegar Meistaradeildarævintýri þeirra tekur enda.

Samkvæmt Sky á Ítalíu eru Lazio vongóðir að það takist að ná samningum við leikmanninn eftir langar samningaviðræður. 

Faðir David, Fernando Silva, segir Lazio kjörinn áfangastað og greinir frá því að sonurinn hafi hafnað tilboði um að taka eitt ár í viðbót með Manchester liðinu. 

„David hefur sagt mér undanfarin ár að hann vildi enda feril sinn hjá Manchester City eftir tíu ár með liðinu og breyta þá til. Ég get staðfest að hann er hrifinn af ítölsku deildinni og myndi njóta þess að spila þar. Hann hefur sagt að hann geti spilað þar til fertugs,“ sagði Silva eldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.