Fyrsti ráðherra Skotlands brjáluð út í leikmenn Aberdeen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 14:45 Nicola Sturgeon húðskammaði leikmenn Aberdeen fyrir gáleysi og dómgreindarbrest. getty/Andrew Milligan Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins. Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins.
Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira