Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 12:40 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40
Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27
Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26