Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 12:40 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. Hún segir það viðbúið að veiran verði viðvarandi hér á landi næstu mánuði og jafnvel lengur. Fjöldi kórónuveirusmita hefur farið vaxandi síðustu daga. Í gær greindust sautján manns með veiruna innanlands. Í einangrun eru nú 109 og 904 eru í sóttkví. „Aðgerðirnar sem við vorum að grípa til í síðustu viku, þær þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til þess að sjá hvernig þær í raun og veru hafa áhrif. En þetta er áhyggjuefni, sannarlega, þessar tölur sem eru að koma upp núna. Að hluta til er þetta það sem sóttvarnalæknir nefndi fyrr og við höfum gert líka, að þetta gæti komið upp hópsmit sem við myndum þá reyna að einangra og greina í kringum þau. Ég geri ráð fyrir að það verði gert hratt og örugglega í framhaldi af þessu,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Lítið að frétta í nýju minnisblaði Svandís segir að í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi ráðherra í gær og var síðan lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hafi verið að finna áherslur hans er snúa að skimun á landamærum. „Þannig að það var í raun og veru bara árétting á því að við ættum að halda áfram okkar aðgerðum, að minnsta kosti út ágústmánuð og þá með aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að taka við og hjálpa til með toppana. Þannig það var fyrst og fremst það sem kom þar fram og það minnisblað var lagt fram á ríkisstjórnarfundi,“ sagði Svandís. Hún segir engar tillögur að breytingu á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum hafa falist í minnisblaðinu. Íslensk erfðagreining hjálpi til á annasömustu dögunum Svandís segir að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimun á landamærum sé unnin í samráði við Landspítala og sóttvarnalækni. Fyrirtækið hafi boðist til þess að hjálpa eins og þurfi. „Þá erum við fyrst og fremst að tala um ákveðna kúfa, ákveðna toppa í ferðamönnum sem eru að koma til landsins á tilteknum dögum í águst. Það er háð samkomulagi frá degi til dags milli Landspítala, Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis.“ Hvað varðar kostnað við aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun segir Svandís hann ekki liggja fyrir í bili. Gögnum um það verði þó safnað saman og haldið til haga. Ekki lengur einn skafl Svandís segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Stóra breytingin er það að við erum að fara úr þeim fasa að þetta sé átaksverkefni, að þetta sé einn skafl. Nú erum við í raun og veru að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti í einhverja mánuði og mögulega einhver misseri. Þá þurfum við svolítið að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast, þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís. Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að komið yrði á fót fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40 Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. 6. ágúst 2020 18:40
Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 12:29
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27
Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði í morgun þar sem rætt var að herða aðgerðir. 7. ágúst 2020 10:26