Innlent

Skipar kórónu­veiru­teymi sem mun starfa út árið 2021

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Boðað hefur verið til vinnustofu þann 20. ágúst næstkomandi en í kjölfar hennar verður skipað fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021.
Boðað hefur verið til vinnustofu þann 20. ágúst næstkomandi en í kjölfar hennar verður skipað fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021. Vísir/Vilhelm

Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi.

Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að undirbúningi vinnustofunnar og mun bjóða til vettvangsins innan skamms í samstarfi við önnur ráðuneyti og stjórnvöld. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að ljóst sé að íslenskt samfélag sé nú að hefja annan kafla í glímunni við Covid-19 þar sem vera kann að beita þurfi aðgerðum bæði innanlands og á landamærunum um langt skeið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Veiran sé enn í vexti víða um lönd og sums staðar sé verið að herða reglur aftur.

Margháttað samráð hefi verið viðhaft allt frá því að veiran skaut upp kollin hér á landi, stýrihópar hafi verið starfandi, annars vegar um innanlandssmitvarnir og hins vegar um skimanir á landamærunum þar sem ýmsir aðilar hafi verið kallaðir til.

Við þessi kaflaskil þurfi að efna til samráðs um helstu lykilatriði um áframhaldandi aðgerðir gegn Covid-19. Því hafi verið boðað til vinnustofunnar til að koma á samráðsvettvangi. Teymið sem komið verður á fót í kjölfarið mun starfa undir stjórn sóttvarnarlæknis út árið 2021.


Tengdar fréttir

Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu

Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×