Innlent

Mjög fáir nýsmitaðra voru í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sautján greindust með veiruna innanlands í gær.
Sautján greindust með veiruna innanlands í gær. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Mjög fáir af þeim sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví. Á meðal þeirra sem greindust með veiruna er fólk sem var að skemmta sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þá er nú til skoðunar að leggja einhverja af þeim sem eru smitaðir inn á sjúkrahús. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi.

Sautján greindust með veiruna innanlands í gær og þrjú virk smit greindust á landamærum. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan 9. apríl. Alls eru 109 nú í einangrun á landinu.

Stýrihópur sóttvarnalæknis og almannavarna fundaði um stöðu faraldursins í morgun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að rætt hefði vefið hvort herða þyrfti veiruaðgerðir frekar.

„Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“ sagði Víðir.

Þá sagði hann að verið væri að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi – eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað.


Tengdar fréttir

Aldrei hafa fleiri greinst í Fær­eyjum á einum degi

Fólki sem greinst hefur með kórónuveiruna í Færeyjum hefur fjölgað gríðarlega síðustu daga. 38 greindust með virkt smit í gær en aldrei hafa fleiri greinst á einum degi í Færeyjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×