Enski boltinn

Makaði barnaolíu á Traoré fyrir leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn olíusmurði Adama Traoré í leiknum gegn Olympiacos í gær.
Hinn olíusmurði Adama Traoré í leiknum gegn Olympiacos í gær. getty/Sam Bagnall

Adama Traoré, leikmaður Wolves, beitir öllum brögðum til að ná forskoti á mótherja sína.

Hann lætur m.a. bera á sig barnaolíu fyrir leiki til að andstæðingar hans eigi erfiðara með að ná taki á honum.

Wolves birti í morgun mynd af starfsmanni félagsins maka barnaolíu á stælta handleggi Traorés fyrir leikinn gegn Olympiacos í Evrópudeildinni í gær.

Raúl Jiménez skoraði eina mark leiksins og tryggði Úlfunum þar með sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þar mætir Wolves Sevilla.

Traoré lék fyrstu 57 mínútur leiksins á Molineux í gær. Hann hefur átt afbragðs tímabil með Wolves. Hann hefur leikið 48 leiki í öllum keppnum, skorað sex mörk og gefið níu stoðsendingar.

Wolves endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki komist jafn langt í Evrópukeppni í 48 ár, eða frá tímabilinu 1971-72.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Jimenez skaut Úlfunum áfram | Öruggt hjá Basel

Raul Jimenez skaut Wolves áfram úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Basel fór örugglega áfram en þetta voru síðustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.