Fótbolti

Ísak Bergmann og félagar náðu ekki að jafna Malmö að stigum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann gat ekki komið í veg fyrir 2-1 tap í dag.
Ísak Bergmann gat ekki komið í veg fyrir 2-1 tap í dag. Vísir/SVT

Hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping er liðið heimsótti BK Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Unnu heimamenn nokkuð óvæntan 2-1 sigur.

Norðmaðurinn Alexander Søderlund – fyrrum leikmaður FH – kom Häcken yfir þegar rúmt korter var liðið af leiknum og þannig var staðan í hálfleik. Norðmaðurinn tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 63. mínútu leiksins en skömmu áður hafði Filip Dagerstål fengið beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður í liði Norrköping.

Manni færri tókst þeim þó að jafna metin en það gerði Rasmus Lauritsen þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Það var því miður of lítið, of seint en leiknum lauk með 2-1 sigri Häcken.

Ísak lék allan leikinn en Norrköping er í 2. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 13 leiki. Þremur minna en Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×