„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 22:00 „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur.“ Vísir Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira