„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 22:00 „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur.“ Vísir Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira