Innlent

Fjórir greindust með veiruna innanlands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir voru greindir með veiruna við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Tveir voru greindir með veiruna við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, tveir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og tveir í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tveir greindust með veiruna við landamærin og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á Covid.is.

97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví. Við sóttkví bætast þannig 49 síðan í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú 22,4. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 22,4 smit á hverja 100 þúsund íbúa.

Alls voru tekin rétt um þrjú þúsund sýni á landinu í gær. 2.154 sýni á landamærunum, 498 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 327 hjá Íslenskra erfðagreiningu. 

Eftir sem áður eru langflestir með virk smit og í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu; 70 eru í einangrun og 610 í sóttkví. Næstflestir eru, eða 10, eru smitaðir á Vesturlandi og 54 þar í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.