Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:59 Frá mótmælum hinsegin fólks í Varsjá gegn Duda forseta. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Piotr Lapinski/Getty Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn. Pólland Hinsegin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn.
Pólland Hinsegin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira