Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 20:48 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira