Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 15:59 Guðni Th. Jóhannesson og Dagur B. Eggertsson hafa sent samúðarkveðjur til Líbanon. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna. Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna.
Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12