Enski boltinn

Torres til Manchester City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
EemPfqRWAAIscFw.jfif

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City staðfesti í kvöld kaup félagsins á hinum tvítuga Ferran Torres. 

Torres kemur frá Valencia á Spáni þar sem hann hefur leikið einkar vel á þessari leiktíð. Spánverjinn kostar City litlar 23 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða króna. Skrifar hann undir fimm ára samning við City-liðið.

Torres skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fimm í spænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili þar sem Valencia endaði í 9. sæti. Þar lék hann oftast í stöðu hægri vængmanns.

Torres er fyrsti leikmaðurinn sem City fær til sín í sumar en reikna má með að Pep Guardiola muni bæði selja og kaupa nokkra leikmenn í sumar.

City endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 18 stigum á eftir Liverpool sem vann deildina með yfirburðum. City á þó enn möguleika á að landa stórum titli en liðið er í fínni stöðu fyrir síðari leik sinn gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 sigur á útivelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.