Enski boltinn

María og Englandsmeistararnir fengu bikarinn í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Englandsmeistarar Chelsea. María er fjórða frá hægri í efri röð.
Englandsmeistarar Chelsea. María er fjórða frá hægri í efri röð. getty/Harriet Lander

María Þórisdóttir og stöllur hennar hjá Chelsea veittu Englandsmeistarabikarnum viðtöku í dag.

Englandsmeistararnir fengu bikarinn og gullmedalíurnar sínar afhentar við nokkuð látlausa athöfn á æfingasvæðinu í dag.

Chelsea var krýnt Englandsmeistari 5. júní, sama dag og María fagnaði 27 ára afmæli sínu. Í vikunni á undan var ákveðið að blása tímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins. 

Þegar útkoma tímabilsins var ákveðin var farið eftir stigum að meðaltali í leik. Chelsea var einu stigi á eftir Manchester City þegar keppni var hætt en með fleiri stig að meðaltali í leik.

Þetta er annar meistaratitill Maríu með Chelsea. Hún varð einnig Englandsmeistari með Lundúnaliðinu fyrir tveimur árum. Norska landsliðskonan kom til Chelsea frá Klepp 2017.

Chelsea hefur þrisvar sinnum orðið enskur meistari (2015, 2018 og 2020), í öll skiptin undir stjórn Emmu Hayes.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.