Enski boltinn

María Englandsmeistari á afmælisdaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María fékk Englandsmeistaratitil í afmælisgjöf.
María fékk Englandsmeistaratitil í afmælisgjöf. getty/Darren Walsh/

Chelsea hefur verið krýnt Englandsmeistari kvenna. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með Chelsea. Dagurinn er amalegur fyrir Maríu en hún fagnar 27 ára afmæli sínu í dag.

Í síðustu viku var ákveðið að blása tímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins. Farið var eftir stigum að meðaltali í leik þegar útkoma tímabilsins var ákveðin.

Chelsea var einu stigi á eftir toppliði Manchester City þegar keppni í ensku kvennadeildinni var hætt en var með fleiri stig að meðaltali í leik.

Botnlið Liverpool fellur og Aston Villa, topplið B-deildarinnar, tekur sæti þeirra. Chelsea og Manchester City taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Þetta er í annað sinn sem María verður Englandsmeistari með Chelsea. Hún vann einnig enska meistaratitilinn með liðinu 2018. Chelsea hefur alls þrisvar sinnum orðið Englandsmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.