Enski boltinn

De Gea fann tvífara sinn í Skotlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David de Gea virðist eiga sér tvífara í Skotlandi.
David de Gea virðist eiga sér tvífara í Skotlandi. getty/Sebastian Frej

David de Gea, markverði Manchester United, brá í brún þegar hann sá viðtal við Stuart Kettlewell, knattspyrnustjóra Ross County, fyrir leik liðsins gegn Motherwell 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar.

De Gea og Kettlewell eru nefnilega svipaðir í útiliti, eða nánast eins. Spánverjinn birti mynd af tvífara sínum á Twitter sem vakti mikla athygli.

Kettlewell kippti sér lítið upp við þær fréttir að hann ætti tvífara í Manchester. „Sem betur fer er ég ekki á samfélagsmiðlum svo þetta fór fyrir lítið,“ sagði Skotinn.

Ross County vann Motherwell með einu marki gegn engu. Á síðasta tímabili endaði liðið í 10. sæti skosku deildarinnar af tólf liðum. Kettlewell stýrði Ross County með Steve Ferguson í tvö ár en hefur verið einn með liðið síðan í sumar.

De Gea og félagar hans í United undirbúa sig nú undir lokasprettinn í Evrópudeildinni. United mætir LASK Linz á Old Trafford í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum annað kvöld. United er svo gott sem komið áfram eftir 0-5 sigur í fyrri leiknum í Austurríki.

Í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar mætir United sigurvegaranum úr rimmu Istanbul Basaksehir og FC København.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.