Enski boltinn

Kolo Toure búinn að finna veik­leika Van Dijk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk hefur verið magnaður hjá Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Southampton.
Van Dijk hefur verið magnaður hjá Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Southampton. vísir/getty

Kolo Toure, fyrrum Englandsmeistari og nú aðstoðarþjálfari Leicester, segir að hann hafi fundið hver veikleiki varnarmannsins Virgil Van Dijk, leikmann Englandsmeistara Liverpool, ku vera.

Toure gerði garðinn frægan með m.a. Arsenal og Liverpool en hann hefur velt mikið fyrir sér hvernig Hollendingurinn vinnur sína varnarvinnu.

„Hann er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Kolo Toure í samtali við Stats Perform News.

„Hann er topp leikmaður. Hann hefur hraðann, hann getur hoppað og er með tækni. Hann getur breytt sínum leik með löngu sendingunum. Hann hefur allt.“

Toure segir að fleiri leikmenn ættu að sækjast eftir því að komast á Hollendinginn í stöðunni einn á einn. Þar gæti hann lent í vandræðum.

„Ég hef ekki séð marga leikmenn fara á hann; maður á móti manni. Að mínu mati, er það veikleikinn hans! Hann er mjög stór og ef þú ferð á hann getur hann lent í vandræðum en hann er klókur.“

„Hann er klókur því hann er fljótur að falla en ef þú ert mjög áræðinn í maður á móti manni, held ég að þú getur fengið eitthvað frá honum.“

„Hann er klókur og og hann hefur Joe Gomez og aðra góða leikmenn með honum. Það eru góðir leikmenn í kringum hann og það hjálpar honum en hann er með svo marga hæfileika,“ sagði Toure.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.