Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir Andri Eysteinsson skrifar 3. ágúst 2020 16:49 MS Roald Amundsen er nefnt eftir norska landkönnuðinum sem var sá fyrsti til að ná Suðurpólnum. Getty/Hinrich Bäsemann Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira