Enski boltinn

Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho

Ísak Hallmundarson skrifar
Áfram halda fréttir að berast af félagsskiptum Sancho til Man Utd.
Áfram halda fréttir að berast af félagsskiptum Sancho til Man Utd. getty/Alexandre Simoes

Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst.

Sancho hefur verið orðaður sterkt við Man Utd undanfarið ár en hann er 20 ára gamall vængmaður. Hann kom til Dortmund frá akademíu Manchester City fyrir þremur árum. Á keppnistímabilinu 2019-20 skoraði hann 20 mörk og lagði upp 18 mörk.

Þýska liðið hefur sagt Man Utd að það vilji fá 100 milljónir fyrir Sancho. Ekki hefur náðst samkomulag um kaupverðið en talið er líklegt að greiðslunum verði dreift næstu þrjú árin.

Félagsskiptaglugginn lokar 5. október en Dortmund vill klára mál Sancho sem fyrst. Það má því búast við tíðindum á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.