Enski boltinn

Rúmar þrjár vikur í Sam­fé­lags­skjöldinn: Liver­pool og Arsenal gætu látið „krakkana“ spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberto Firmino og fleiri stóru nöfn gætu fengið frí í Samfélagsskildinum.
Roberto Firmino og fleiri stóru nöfn gætu fengið frí í Samfélagsskildinum. vísir/getty

Tímabilinu á Englandi lauk formlega um helgina er úrslitaleikur enska bikarsins fór fram. Arsenal hafði þá betur gegn Chelsea.

Tímabilinu seinkaði verulega vegna kórónuveirunnar og ljóst er að liðin fá ekki mikinn tíma til þess að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að leikur Liverpool og Arsenal um Samfélagsskjöldinn mun fara fram 29. ágúst, eftir einungis 26 daga.

John Cross, einn af ritstjórum The Mirror, veltir því fyrir í pistli sínum hvaða leikmenn munu spila þessa leiki.

Ólíklegt er að liðin munu stilla upp sínu sterkasta því Arsenal byrjar að æfa 17. ágúst en Liverpool tveimur dögum áður.

Cross segir að líklegt sé að „krakkarnir“ og leikmenn sem spila venjulega ekki munu fá tækifæri.

Bæði lið hafa unnið Samfélagsskjöldinn fimmtán sinnum og það er einungis Manchester United sem hefur oft unnið keppnina eða 21 sinnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×