Innlent

Skima allt að sex hundruð Skaga­menn

Sylvía Hall skrifar
Sævar Freyr bæjarstjóri mætti í skimun.
Sævar Freyr bæjarstjóri mætti í skimun. Vísir/Einar

Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag. Upphaflega stóð til að bjóða upp á 448 tíma en ákveðið var að fjölga tímum vegna mikillar aðsóknar.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir skimunina ganga mjög vel. Verið sé bæta við plássum svo fleiri komist að.

„Skimun er að ganga mjög vel hjá ÍE og HVE og er því verið að bæta við fólki sem fær SMS og er mögulegt að allt að 600 manns fari í skimun,“ skrifar Sævar á Facebook-síðu sína.

Hópsýking kom upp á Akranesi í vikunni þegar sjö einstaklingar reyndust smitaðir af veirunni. Um var að ræða erlenda verkamenn sem búa saman en sá sem smitaðist fyrst reyndist neikvæður í landamæraskimun.

Skimað verður í dag og stefnt er að því að skima til klukkan 14. Þó verður skimað lengur ef þörf er á.

Vísir/einar
vísir/einar
vísir/einar

Tengdar fréttir

Fullt í skimun á Akra­nesi

Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.