Erlent

Facebook þarf að loka á stuðningsmenn forseta Brasilíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Jair Bolsonaro treður nú illsakir við hæstarétt Brasilíu. Hópur áhrifamikilla stuðningsmanna hans er sakaður um að reka samfélagsmiðlaáróður gegn hæstaréttardómurum.
Jair Bolsonaro treður nú illsakir við hæstarétt Brasilíu. Hópur áhrifamikilla stuðningsmanna hans er sakaður um að reka samfélagsmiðlaáróður gegn hæstaréttardómurum. Vísir/EPA

Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem eru sakaðir um að reka falsfréttaveitu. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja.

Hópur stuðningsmanna Bolsonaro hefur notað Facebook til þess að hvetja herinn til þess að fremja valdarán, loka þinginu og hæstarétti. Á meðal þeirra eru Roberto Jefferson, leiðtogi stjórnmálaflokks sem styður Bolsonaro, og Luciano Hang, einn þekktasti kaupsýslumaður landsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Til rannsóknar er hvort að hópurinn reki samfélagsmiðlanet sem dreifir hótunum og ósannindum um hæstaréttardómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro höfðaði mál í síðustu viku og krafðist þess að opnað yrði á reikningana.

Neðra dómstig skipaði Facebook að loka á tólf reikninga og Twitter að loka á sextán í maí. Hæstiréttur sektaði Facebook fyrir að neita að verða við skipuninni á föstudag. Facebook lokaði aðeins á reikningana innan Brasilíu en ekki á heimsvísu.

Eftir úrskurðinn um sektirnar gaf Facebook út tilkynningu þar sem honum var mótmælt og vísaði til tjáningarfrelsis. Fyrirtækið hafi ekki annan kost en að loka á reikningana á meðan málinu er áfrýjað.


Tengdar fréttir

Bolsonaro laus við Covid-19

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni.

Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki

Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.