Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum sýnum við frá sögulega einstakri athöfn þegar Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins sór embættiseið sinn öðru sinni að viðstöddu fámenni vegna sóttvarna. Athöfnin var í senn lágstemmd og hátíðleg og setti val Guðna á lagi og ljóði Bubba Mortens, Fallegur dagur, fallegan blæ á athöfnina. Forsetinn bað þjóðina að sýna samstöðu og styrk í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og undirstrikaði að þótt forsetinn ætti að vera sameiningartákn þýddi það ekki að hann ætti ekki að tjá sig.

Við förum yfir stöðuna í baráttunni við faraldurinn og kíkjum til Vestmannaeyja þar sem margir hafa tjaldað í garðinum hjá sér í anda þjóðhátíðar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.