Fótbolti

Rashford svaraði níu ára Skagapilti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Martial fagna marki.
Rashford og Martial fagna marki. vísir/getty

Marcus Rashford, framherji Manchester United, heldur áfram að slá í gegn og nú fékk ungur Skagadrengur gleðisvar frá framherjanum.

Sindri Birgisson, faðir níu ára Skagadrengs, setti inn myndband af syni sínum æfa sig í garðinum og skrifaði til Rashford.

„Þetta er sonur minn Jökull, níu ára gamall, frá Íslandi. Hann elskar að æfa alla dag og núna tók hann áskoruninni. Hann er mikil stuðningsmaður þinn,“ skrifaði Sindri, faðir Jökuls, og merkti Rashford í færsluna.

Rashford var ekki lengi að svara.

„Já, Jökull!“ skrifaði framherjinn við færslu Sindra en þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þrjú þúsund líkað við færsluna.

Rashford hefur gefið af sér afar gott orð í Manchester og fékk m.a. heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester.

Rashford barðist fyrir því að börn frá efnalitlum heimilum fái ókeypis mat í skólum Bretlands og Barátta Rashford skilaði því að bresk stjórnvöld hættu við að skera niður matarmiða fyrir grunnskólabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×