Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hafþór Gunnarsson skrifa 31. júlí 2020 21:30 Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira