Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 16:17 Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira