„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 13:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira