Chelsea vann síðasta bikarúrslitaleikinn sem var ekki í maí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Chelsea-menn fóru með bikarinn í bað eftir að þeir urðu bikarmeistarar 1970. David Webb (annar frá hægri) skoraði markið sem tryggði Chelsea sinn fyrsta bikarmeistaratitil. vísir/getty Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira