Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 15:35 Kári hefði sjálfur viljað sjá samkomur takmarkaðar við 20 manns. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira