Innlent

Neyðarstjórn borgarinnar kölluð til fundar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kallað neyðarstjórn borgarinnar til fundar síðar í dag til að fara yfir „þær breytingar á þjónustu og útfærslu hennar“ sem hertar reglur vegna kórónuveirunnar hafa í för með sér.

Frá þessu greinir Dagur í Facebook-færslu nú síðdegis. Þar segir hann ljóst að yfirstjórn borgarinnar sé tilbúin að takast á við verkefni daga og vikna í samvinnu við stofnanir og starfsstaði Reykjavíkur. Á meðal þeirra eru ýmsar heilbrigðisstofnanir, íbúakjarnar og sundlaugar, svo eitthvað sé nefnt.

Dagur segir að unnið verði í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir líkt og áður. Búast megi við fyrstu tilkynningu frá borginni seinna í dag og frekari upplýsingar veittar í fyrramálið ef þörf krefur.

„Að lokum er rétt að brýna alla í því að einstaklingsbundnar sóttvarnir eru nú, sem fyrr, eitt mikilvægasta og gagnlegasta tækið til að kveða niður smit og farsóttir. Og þær höfum við í höndum okkar. Við erum öll almannavarnir!“ skrifar Dagur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.