Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:09 Svandís Svavarsdóttir hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15
Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47