Banna heimsóknir í Viktoríuríki vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 07:19 Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis í Melborune sjást hér fleygja notuðum lækningavörum. Getty/ Asanka Ratnayake Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira