Zlatan Ibrahimovic var frábær í kvöld er AC Milan vann öruggan 3-1 sigur á Sampdoria.
Svíinn kom AC Milan yfir á 4. mínútu og níu mínútur inn í síðari hálfleik lagði hann upp mark fyrir Tyrkjann, Hakan Calhanoglu.
Zlatan var ekki hættur því á 58. mínútu skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark sitt eftir stoðsendingu frá Hakan. Lokatölur 3-1 eftir að Sampdoria klóraði í bakkann í uppbótartíma.
Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan.
— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020
57 goals
50 goals
107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h
AC Milan er í 6. sætinu með 63 stig en liðið hefur nú tryggt sér Evrópusæti. Liðið getur endað í 5. sætinu með hagstæðum úrslitum í leik Torino og Roma í kvöld sem og í síðustu umferðinni.
Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Brescia sem tapaði 2-0 fyrir Lazio á útivelli. Brescia er fallið og leikur í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en Lazio er í 4. sætinu.
Annað mark Lazio skoraði Ciro Immobile sem hefur verið funheitur á tímabilinu en hann hefur skorað 35 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í 37 leikjum.
Ciro Immobile
— SPORF (@Sporf) July 29, 2020
35 Goals
Robert Lewandowski
34 Goals
Top scorer in Europe s top divisions.
Golden boot incoming. pic.twitter.com/64v2dbvnKn