Erlent

Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingmaðurinn Louis Gohmert á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.
Þingmaðurinn Louis Gohmert á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. EPA/Chip Somodevilla

Louis Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, í morgun. Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Ghomert átti að fljúga til Texas í dag með Donald Trump, forseta, og greindist hann smitaður í skimun Hvíta hússins fyrir þá ferð.

Þetta kemur fram í frétt Politico. Þar er einnig rifjuð upp mánaðargamalt viðtal við Gohmert þar sem var spurður af hverju hann hafði sóttvarnir ekki í huga.

Þar sagðist hann fara reglulega í próf og ef hann smitaðist myndi hann setja upp grímu.

Gohmert er minnst sjöundi þingmaðurinn á fulltrúadeild Bandaríkþings sem smitast af Covid. Þá hefur Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins einnig smitast af Covid.

Í gær sótti Gohmert fund dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar með William Barr, dómsmálaráðherra. Á fundinum sjálfum bar þingmaðurinn grímu en ekki fyrir hann og gengu þeir Barr saman á fundinn. Báðir voru ekki með grímur á þeim tímapunkti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×