Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 12:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira