Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:43 Alls eru 28 í einangrun með virk smit á landinu. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25