Innlent

Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum.
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. ARNAR HALLDÓRSSON

Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands.

Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Ellefu smita eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Tíu smitanna eru innanlandssmit og sjö þeirra tengjast manni sem kom frá útlöndum þann 15 júlí og er því um hópsýkingu að ræða. Smitrakning stendur enn yfir vegna hennar en hún kom upp á Akranesi í gær.

Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda ótengdra smita þurfi að fara í kerfislegar aðgerðir til að hindra útbreiðslu. Fari þurfi í stórsókn í sýnatöku.

„Það sem við þurfum að undirstrika núna er að búa til kerfi sem klárlega greinir alla sem mögulega gætu verið með smit inna landsins,“ sagði Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum.

Ekki megi vera töf á sýnatökum.

„Allir sem gruna að þeir séu með kórónuveiruna geti farið í próf og það strax því ef það er töf þá er það fólk sett í sóttkví en ekki fulla einangrun og þá gæti það blómstrað yfir í eitthvað stærra.“

„Það hefur ekki alltaf verið raunin núna að fólk geti komið og farið strax í próf það hefur orðið smá töf,“ sagði Jón Magnús.

Hann óttast að of mikill þungi sé lagður í skimun á landamærum - sem gæti haft áhrif á skimun innanlands.

„Rannsóknin er framkvæmd á Landspítalanum og landamæraskimunin leggur gífurlega mikið álag á Landspítalann og þetta þýðir óhjákvæmilega að ef við setjum pening og tíma í eitthvað þá tekur það pening og tíma frá einhverju öðru,“ sagði Jón Magnús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×